top of page

Sjálfstæðir Íslendingar • nördahorn Kollu

Updated: Jun 21, 2021

Aðal stússið í Nördahorni Kollu er verkefni sem ég kalla Sjálfstæðir íslendinga. Í þessu verkefni ferðast ég um vesturland, vestfirði og austurland, kanna svæði þar sem líklegt er að leir hafi myndast og hægt sé að nálgast hann og nýta. Það tekur jarðveg þúsundir ára að umbreytast í leir sem er góður til leirmunagerðara, jarðfræðileg er Ísland mjög ungt land og þykir leirinn sem fundist hefur hér á landi ekki mjög góður til fjölbreyttrar leirmunagerðar þar sem hann hefur lítínn sveigjanleika. Íslenski leirinn hefur lítið verið rannsakaður (að undanskildum Búðardalsleirnum) og leirlistamenn seinni ára unnið nær eingöngu með innfluttan leir.



Út frá loftslagssjónarmiðum finnst mér að við þurfum að finna leiðir til að nýta það hráefni sem finnst í okkar nærumhverfi í stað þess að flytja jarðefni langar leiðir með tilheyrandi kolefnaspori. Elstu hlutar Íslands eru vestfirðir, vesturland og austurland því eru mestar líkur á að finna nothæfan leir þar. Ég er komin af stað með verkefnið, er búin að sækja leir á nokkra staði á Vesturlandi, Vestfjörðum og einn stað á Austfjörðum til rannsóknar.



Ég gref upp leirinn þurrka, þvæ, sigta, þurrka aftur og vinn í nýtilegt form, sem hnoðaðan mótanlegan leir og leirmassa til að steypa úr. Geri prufur þar sem ég kanna hversu mikið leirinn rýrnar, reyni að renna einfalda hluti úr honum, móta og steypa til að sjá hvort hægt sé að nýta hann óblandaðan. Vinn tilraunir með brennslustig, hversu hátt ég get brennt leirinn, en eftir því sem hann er hærra brenndur verður hann sterkari. Þetta eru spennandi rannsóknir þar sem ég skoða notkunarmöguleika, lit, áferð og efnainnihald. Ég vel nok

krar leirprufur sem ég læt efnagreina fyrir mig og ber saman innihlad leirsins eftir landshlutum. Ég kem til með að kortleggja staðina þar sem leirinn finnst, skrá helstu upplýsingar um leirinn á hverjuma stað eiginleika og áferð. Í lok þessarar tveggja ára rannsóknarvinnu kem ég til með að setja upp sýningu sem ber heitið "Sjálfstæðir Íslendingar". Sýninguna stefni ég á að setja upp í Kling og bang, Nýlistasafninu, eða Listasafni Árnesinga. Þessir salir hafa yfir að ráða því rými sem ég þarf til að sýna þessar tilraunir og afrakstur þeirra. Sýningin samanstendur af stóru korti þar sem heimkynni leirsins er skráð inn á, síðan fær hver leir sinn stað þar sem hann er bæði sýndur hrár (óbrenndur í fljótandi formi sem fær að þrona og ummyndast á sýningartímanum), unninn óhreinsaður, munir unnir úr leirnum. Hver tegund fær sinn stað auk þess sem ég vinn prufur af hverum leir óhreinsuðum og hreinsuðum sem ég set saman sem flöt þar sem litbrigðin landsins koma saman í leirmynd. Afurðin sem verður til úr þessu verkefni er vonandi leir sem leirlistamenn geta nýtt í sína sköpun ásamt korti sem sýnir hvar hægt er að nálgast leirinn, hvar má sækja hann, hvar þarf leyfi og hvar má ekki taka. Leirlistamenn og þeir sem hafa áhuga á jarðfræði og sjálfbærni hafa hag af þessu verkefni. Menningarlegt gildi verkefnisins er að gera íslenskum leir og hráefnum sem nýtanleg eru hærra undir höfði og aðgengilegri þeim sem vilja nýta, auk þess að fækka kolefnissporunum sem innflutningi á þessum efnum fylgir.


#sjálfstæðirÍslendingar #icelandicclay

173 views1 comment
bottom of page