





María Kristín Óskarsdóttir • Maja Stína
netfang: majastinaoskars@gmail.com
Sími: 7784062
Fædd í Sandgerði árið 1972. Fór snemma að vinna og hef ávallt þurft að hafa mikið fyrir stafni. Sköpunargleði minni fann ég farveg í alls kyns listsköpun, s.s. prjónaskap, trérennslu, glerlist og fl. Leirlistin kom síðan til sögunnar þegar ég komst inn í keramikdeild Århus Kunstakademi í Danmörku árið 2005. Þar fann ég köllun mína í listinni og hefur leirrennibekkurinn verið mitt aðalverkfæri þar sem ég renni aðallega nytjalist ýmis konar. Fingrafar mitt í leirnum endurspeglast í gleði, léttleika og leik með form og liti.
Menntun
Ég er menntaður grunnskólakennari, með áherslu á smíða- og íslenskukennslu. Lauk stúdentsprófi af íþróttabraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 1993. Árið 2005 innritaðist ég í Århus Kunstakademi og útskrifaðist þaðan árið 2008, með diplómu í leirlist. Vorið 2018 lauk ég 60 eininga diplómu námi í viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum.
Ferillinn
Fyrsti vettvangur minn sem grunnskólakennari var í Heiðarskóla í Reykjanesbæ. Þar sinnti ég ýmist umjónarkennslu sem og smíðakennslu ásamt annarri listgreinakennslu. Á þessum tíma var ég oftast með litla vinnustofu heima hjá mér þar sem ég gat gleymt mér í margs konar listsköpun.
Ég hef komið að uppsetningu tveggja gallería; Kaolin gallerí í Reykjavík og Gallerí Urmull á Akranesi sem bæði voru sölugallerí og sýningarsalir. Ég hef tekið þátt í samsýningum erlendis og sömuleiðis hér heima, m.a. í Ráðhúsi Reykjavíkur árið 2009. Það sama ár tók ég þátt í sýningu Handverks og hönnunar sem ávallt er haldin í Ráðhúsinu.
Árið 2014 opnaði ég ásamt öðru listafólki vinnustofuna Samsteypan á Akranesi, þar sem ólíkir listamenn unnu að listsköpun og stóðum við fyrir ýmsum viðburðum, s.s. stuttum myndlistarnámskeiðum, Raku-brennslu á Írskum dögum o.fl.
Eftir heimkomu frá Danmörku hef ég sinnt kennslu við grunnskólana á Akranesi ásamt því að sinna listsköpun minni í leirlist og komið að hinum ýmsu viðburðum. Var m.a. í hópi leirlistamanna sem skipulagði og stóð fyrir viðburðinum Rakubrennslur á írskum dögum á Byggðasafni Akraness 2017. Í apríl mánuði 2018 kom ég að skipulagningu Barnamenningarhátíðar Reykjavíkurborgar.
Þann 14. desember 2018 stofnaði ég ásamt Kolbrúnu Sigurðardóttur Leirbakaríið. Leirbakaríið er vinnustofa okkar og gallerí. Einnig er þar vettvangur fyrir skapandi listsköpun ýmis konar; námskeiðahald og fyrirlestra. Húsnæðið gefur möguleika á alls kyns viðburðum fyrir alls kyns fólk, s.s. tónleika og listverkasýningar.