top of page
Home: Welcome
LOKAD.jpg

Smjörkúpur

Viltu alltaf ganga að smjörinu mjúku og fersku frammi á borði. Leirkúpurnar eru þá svarið þær halda sjörinu fersku frammi á borði í 3 - 4 vikur. 

LEIRBAKARÍIÐ um okkur

Leirbakaríið er rekið af þeim stöllum Kolbrúnu Sigurðardóttur • KolSi og Maríu Kristínu Óskarsdóttur • Maju Stínu, þær eru báðar menntaðir leirlistamenn og kennarar sem hafa óþrjótandi þörf fyrir bæði að skapa og miðla. Þær tóku á leigu gamalt bakarí við Suðurgötu 50a á Akranesi, þar hafa þær byggt upp góða aðstöðu þar sem þær vinna að list sinni ásamt þvi að taka á móti fjölbreyttum hópum í lengri og styttri námskeið, upplifunar heimsóknir ásamt því að reka sölu- og sýningargallerí. Nafnið Leirbakaríið kom eiginlega af sjálfu sér þar sem í húsnæðinu hefur aldrei verið annað en farsæll bakaríisrekstur, eini munurinn er að nú eru vekrin brennd í stað þess að vera bökuð og þá við ca. 1000°C hærri hita en bakaríið bakaði brauðin sín. Já og okkar brenndu verk eru harðari undir tönn en fara hins vegar bráð vel með bakkelsinu frá Kallabakaríi.

leirbakarar.png
Home: um Leirbakaríið
Home: About
bottom of page