LEIRBAKARÍIÐ um okkur
Leirbakaríið er rekið af þeim stöllum Kolbrúnu Sigurðardóttur • KolSi og Maríu Kristínu Óskarsdóttur • Maju Stínu, þær eru báðar menntaðir leirlistamenn og kennarar sem hafa óþrjótandi þörf fyrir bæði að skapa og miðla. Þær tóku á leigu gamalt bakarí við Suðurgötu 50a á Akranesi, þar hafa þær byggt upp góða aðstöðu þar sem þær vinna að list sinni ásamt þvi að taka á móti fjölbreyttum hópum í lengri og styttri námskeið, upplifunar heimsóknir ásamt því að reka sölu- og sýningargallerí. Nafnið Leirbakaríið kom eiginlega af sjálfu sér þar sem í húsnæðinu hefur aldrei verið annað en farsæll bakaríisrekstur, eini munurinn er að nú eru vekrin brennd í stað þess að vera bökuð og þá við ca. 1000°C hærri hita en bakaríið bakaði brauðin sín. Já og okkar brenndu verk eru harðari undir tönn en fara hins vegar bráð vel með bakkelsinu frá Kallabakaríi.

Eitthvað fyrir alla
VINAHÓPAR LEIRNÁMSKEIÐ • 3 KVÖLD
Með fingur í leir, við sérhönnum námskeið fyrir vinahópa þar sem grunnurinn í handmótun er kynntur. Ef áhugi er fyrir lengri námskeiðum getum við útfært það líka. Lágmarksfjöldi er 6 manns.

Leirnámskeið fyrir börn og fullorðna
Í augnablikinu eru engin leirnámskeið í gangi en þau verða auglýst hér á síðunni þegar fólk má aftur fara að hittast.
SKAPANDI SUMARNÁMSKEIÐ • 7 - 12 ára
Námskeið 1: Skapandi sumarnámskeið 8. - 12. júní
Námskeið 2 : Skapandi leirnámskeið 15. - 26. júní,
9 daga námskeið þar sem áhersla er lögð á leirmótun.
Kennt er frá kl. 9 - 12, nemendur mæta með hollt nesti.
Innblásturinn verður Akranes, náttúran og nærumhverfið, sem við nýtum til að efla sköpunargleðina og framkalla töfraheim skapandi upplifunar.
Á námskeiðinu er farið í leiðangra út á Breið og Langasand þar sem við söfnum efniviði, skissum upp hugmyndir sem unnið er með á fjölbreyttan hátt. Við skoðum umhverfið okkar, gróðurinn, dýr og jafnvel byggingar. Við skoðum og veltum fyrir okkur formum, litum, áferð, ljósi og skugga og hvaða áhrif þessir þættir hafa á listsköpun okkar. Nemendur vinna úr þessu bæði tví- og þrívíð verk, teikningar, vatnslitaverk, leirskúlptúra ofl.
Hópefli • stutt námskeið eða kynning
Leirbkaríið tekur á móti hópum í skapandi skemmtun, við leggjum fram þrjár tillögur að hópeflisleiðum. Við erum einnig tilbúnar að sérsníða leið fyrir þinn hóp.